We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Margt b​ý​r í þokunni

by Snorri Helgason

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $7 USD  or more

     

1.
Reynirinn 03:20
Það var eitt sinn í Heimaey að systkin tvö þar bjuggu Þau unnu hvort öðru ósköp heitt en við þau í sundur hjuggum. Því systirin hún gildnaði gildnaði um sig miðja Bróður hennar kennt var um Þeim vægðar skyldi biðja. Þau grétu og báðu almættið sakleysi sitt að sanna engin væri blóðskömmin því faðirinn var annar. Þau hlutu bæði þyngstan dóm höfðum skyldu ei halda Saklaus vóru fundin sek Með lífum myndu gjalda. Norðan kirkju bróðir grafinn var fyrir sunnan lá hans systir Úr leiðum þeirra reynir óx óx að kirkjukvisti. Þeir uxu þar til þeir mættust loks yfir kirkjumæninn Þar bundust þeir í tryggðarhnút svöruð var þeim bænin.
2.
Egilsstaðablá Þeir fund’ hann uppi á heiði, átján stungusár Valtýr á grænni treyju, hann sagði við þá Og sólin rís við Egilsstaðablá. Valtý þeir píndu og börðu því játning skildi fást Brátt hann myndi hanga úr sex álna gálgaás Sem reistur yrði við Egilsstaðablá. Valtýr sagði, “Guð mig geymi en fyrirgefi ykkur”. Enn í dag þar ómar hans dauðahnykkur. Hann bergmálar við Egilsstaðablá 14 árum síðar á sýslumannadyrnar knýr Ófrýnilegur maður, segist heita Valtýr Og mosinn grær við Egilsstaðablá. Þrír blóðdropar falla úr visinni hönd. Loks hinn rétti maður færður er í bönd Hann deyja mun við Egilsstaðablá.
3.
Grasaferð 05:39
Senn haustar og grös ber að tína Liggj’ í lyng og mó í forðann eiga nóg. En er kvöldar og dagurinn dvínar Fara svipirnir á stjá í rökkri fljóta hjá. Það leynist margt í þokunni í grasaferð um nótt Heljarmennaógrynni á oss gætu sótt. Ef dalbúar laut þína fyndu er þú svæfir rótt einn um dimma nótt Þú veist að þeir deyða þig myndu Reka þig á hol Rífa haus frá bol. Það leynist margt í þokunni í grasaferð um nótt Heljarmennaógrynni á oss gætu sótt.      Dögun, finn oss fljótt! Skeggalvaldur, skjólið þitt. skíni yfir landið mitt svo engin geti á það hitt Af öllum landsins lýðum Forða þú oss hríðum Forða þú oss heljarhríðum.
4.
Útilegumannabæn Skuggavaldi skjólið þitt Skyggi nú á landið mitt Svo engin geti á það hitt Af öðrum landsins lýði Forði oss frá stríði Forði oss frá heljarstríði
5.
Álfadans 02:30
Sá sem skapaði sól og tungl í sínum hring Á þann kóng við allir trúum í undirbing.
6.
Selurinn 03:38
Eina þrettándanótt ég úr selbelgi steig og með dansi og söng, blá nóttin leið Þar til bar þar að bónda af bæ Sem tók belg minn en kyn mitt rann ofan í sæ. Ég hjá bóndanum var í löng mörg ár og til sjávarins runnu mitt blóð, sviti og tár. Þar til lykilinn fann ég kistlinum að sem að belg minn geymdi, ég lagði strax af stað. Mér er um og ó ég á sjö börn í sjó og sjö börn á landi, mér er um og ó Í ólgandi sjó áður ég bjó á landi ég finn hvergi ró. Ég á ströndinni stend, tárin væta minn hvarm hefur selshjarta þol til að bera slíkan harm En börn mín og mann sem að átti ég fyrst ég gæfi allt til að fá vanga þeirra kysst. Mér er um og ó ég á sjö börn í sjó og sjö börn á landi, mér er um og ó Í ólgandi sjó áður ég bjó á landi ég finn hvergi ró. nei af landlífi hef fengið nóg.
7.
Mér er í minni stundin er Marbendill hló Blíð var baugahrundin er bóndi fór á sjó Kysst’ hún laufalundinn lymskan undir bjó Sinn saklausan hundinn Sverðabaldur sló
8.
Svo kveður mann hver, þá morgnar Mæddur í raunum sínum Mér verður fuglsins dæmi, Er fjaðralaus kúrir, Skríður hann skjótt að skjóli Skundar veðrum undan, Týnir söng og sundi, sína gleði fellir. Ró og dillidó Fiðlu-Björn hjá bjargi stóð Ró og dillidó Heyrði vísu kveðna rómi sem þar inni bjó. Mér verður skipsins dæmi, Er skorðulaust hvílir, Eitt við æginn kalda Fær engan stað góðan Rísa bárur brattar Í briminu illa þrymur. Ró og dillidó Fiðlu-Björn hjá bjargi stóð Ró og dillidó Heyrði vísu kveðna rómi sem þar inni bjó. Mér verður hörpunnar dæmi, Er á vegg hvolfir Stjórnarlaus og strengja Stillirinn fallinn frá Fellur á sót og sorti Saknar manns úr ranni. Svo kveður mann hver, þá morgnar Mæddur í raunum sínum
9.
Eyvi 04:05
Í tvo tugi ára þeir elt þig hafa Kauðrifin fötin af þér lafa Þú elur draum um hungurlausa daga Eyvi, þú ert dauður en þú lifir þó. Þú skefur mygluskán af hráu hrossaketi og þú vonar að byggðarfólkið ekki geti rakið slóðina að þínu fleti Eyvi, muntu lifa þessa nótt? Þeir náðu Höllu þinni fyrir norðan brenndu hreysi þitt og tóku forðann á handahlaupum tókst þér þér að forða Eyvi, hve þín klukka tifar ótt. Þótt Halla þín hún börnum ykkar fargi Kæfi þau eða hendi fram af bjargi er það skárra en þau lendi í sýslumannavargi Eyvi þér mun aldrei verða rótt Í tvo tugi ára úti legið Manst ei hvort og þá hvenær þú hafir hlegið Sérð engan mun á nóttu eða degi Eyvi, þú ert dauður en þú lifir þó.
10.
Bjarna-Dísa 03:20
Í kafaldsbyl og snjó ég byggði Dísu skjól. Dísa, Dísa hvar ertu nú? Þrekið Dísu þvarr Ég til byggða aftur hvarf. Dísa, Dísa hvar liggur þú? Ég gaf þér brennivín Sagðist myndi leita þín Dísa, Dísa, viltu kalla nú? Máninn grái rís og Dísa litla frýs Dísa, Dísa, svaraðu mér nú. Ofan af hæsta hól berast okkur heljargól Disa, Dísa, varst þetta þú? Guð hjálpi okkur nú senn hrópin verða þrjú Dísa, Dísa, viltu þagna nú. Við stökkvum á þig þrír Valdi upp á háls þinn snýr. Dísa, Dísa, loks hvílist þú.

credits

released December 22, 2017

license

all rights reserved

tags

about

Snorri Helgason

Snorri Helgason’s music is heartfelt and introspective, yet universal, a highly relatable exploration of his personal struggles and emotions. An avid student of pop history, Snorri keeps a firm foot in the past and a clear eye on the future, bringing forth a constant stream of timeless folk-tinged melodies and carefully constructed songs that are very much of the time. ... more

contact / help

Contact Snorri Helgason

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Snorri Helgason, you may also like: